Lög Leirlistafélagsins

1.    grein

Félagið heitir:  Leirlistafélag Íslands, sem þýðist á ensku: The Icelandic Association of Ceramic Artists.

 

2.    grein

Hlutverk félagsins er:

            - Að vera hagsmunafélag leirlistamanna.

           - Að efla leirlist á Íslandi.

           - Að gangast fyrir samsýningum félagsmanna.

           - Að kynna íslenska leirlist og erlenda.

 

3.    grein

Sá sem óskar inngöngu í félagið, skal senda stjórn félagsins skriflega umsókn með upplýsingum um nám og starfsferil. Skulu umsóknir afgreiddar samkvæmt inntökuskilyrðum SÍM. Nýir félagsmenn skulu teknir í félagið á næsta stjórnarfundi eftir að stjórn eða eftir þörfum inntökunefnd hefur yfirfarið umsóknir og samþykkt, þó eigi síður en 2 mánuðum eftir að umsókn berst.

 

4.    grein

Stjórn félagsins skipa þrír menn.  Stjórnin skiptir með sér verkum og skal kosin til eins árs í senn. Einnig skulu á aðalfundi kosnir einn varamaður og einn endurskoðandi. Þriggja manna inntökunefnd vegna umsókna nýrra félaga skal kosin á aðalfundi til þriggja ára í senn. Stjórnarmaður skal ekki sitja í stjórn lengur en 3 ár í senn.

 

5.    grein

Stjórnin hefur frumkvæði um sýningahald, henni er áskilinn réttur til að kalla aðra félagsmenn til starfa.

 

6.    grein

Aðalfund skal halda í apríl ár hvert. Fundurinn skal boðaður með tölvupóst eða skriflega með minnst tveggja vikna  fyrirvara. Fundurinn er lögmætur ef löglega er til hans boðað.  Breytingar á stjórn skal kynna í fundarboði til aðalfundar.  Aðalfundur ákveður árgjald félagsins. Endurskoðaðir reikningar félagsins skulu liggja frami á aðalfundi. Kjörseðla vegna stjórnarkjörs skal senda út með aðalfundarboði.  Félagsmaður sem ekki mætir á aðalfund, en vill  nota kosningarétt sinn, skal senda útfylltan kjörseðil til stjórnar í ábyrgðarpósti.  Félagsfundi skal halda þegar stjórnin telur þess þörf, eða þriðjungur félagsmanna óskar þess.  Félagsfundi skal boða með minnst viku fyrirvara.  Stjórnarfundir skulu haldnir þegar einhver úr stjórninni óskar þess.

 

7.    grein

Lögum félagsins má aðeins breyta á aðalfundi eða framhaldsaðalfundi.  Lagabreytingar skulu kynntar í fundarboði til aðalfundar.  Til að samþykkja lagabreytingu þarf meirihluti fundarmanna á aðalfundi að vera samþykkur breytingunni.  Fyrirhugaðar lagabreytingar skulu ræddar á síðasta fundi félagsins fyrir aðalfund.

 

8.    grein

Félagar greiði félagsgjöld innan árs frá gjalddaga og séu að öðru leyti skuldlausir við félagið vilji þeir halda rétti sínum til sýninga, kjörgengis og kosninga. Greiði félagsmaður ekki árgjaldið 3 ár í röð telst hann genginn úr félaginu. Stjórn félagsins hverju sinni, félagar 70 ára og eldri svo og heiðursfélagar eru undanþegnir greiðslu félagsgjalda.

 

 

 


Korpúlfsstaðir

Keramikaðstaða til leigu í styttri eða lengri tíma eða afnot af keramikofni félagsins —

At the ceramic workshop at Korpúlfsstaðir artists can rent a space for working or fire in the kiln.