01.feb 2016
Nú stendur yfir yfirlitssýning á verkum Steinunnar Marteins í Hönnunarsafni Íslands á Garðatorgi.
Á sýningunni er farið yfir feril Steinunnar sem spannar um 55 ár og gefur góða sýn á persónulegan stíl hennar, tilraunargleði og stöðuga þróun hennar sem leirlistamanns.
Við mælum með að þið kíkið á sýninguna sem stendur yfir frá 6. janúar til 28. febrúar. Á því tímabili verður Steinunn sjálf með nokkrar leiðsagnir um sýninguna og er hægt að nálgast upplýsingar um það á heimasíðu Hönnunarsafnsins.
23.júní 2015
Við vorum að skoða gamlar negatívur í eigu félagsins og skönnuðum nokkrar á stafrænt form. Þvílíkt gull! Hér sjáum vid Guðrúu Indriðadóttur og Elinu Gudmundsdóttur að rakúbrenna, fyrir líklega 25 árum síðan! Stæll á stelpunum ;)
30.ágúst
Votlönd
ÍSLAND 4+4 FINNLAND
NORRÆNT SAMTÍMA KERAMIK
Sýningin „Votlönd“ verður opnuð í sýningarsal Norræna hússins laugardaginn 30. ágúst kl. 16.00.
Að sýningunni stendur hópur íslenskra og finnskra listakvenna sem áður hefur sýnt bæði á Íslandi og í Finnlandi. Kveikjan að samstarfinu var áhugi fyrir samtali um keramik á breiðum grundvelli og þróun fagsins í báðum löndum.
Mýrin varðveitir minningar, hluti, lífsform, jarðlög, liti. Hún umvefur fuglana sem verpa og ala upp unga, frjósemi hennar veitir gróandanum næringu, skordýrin kunna sér ekki læti í votlendinu. Hún er líka varhugaverð og getur gleypt það sem sekkur í hana en um leið varðveitir hún það um alla eilífð.
Mýrina nálgast listakonurnar á margvíslegan hátt eins og verkin á sýningunni bera ótvírætt vitni um.
Sýnendur eru:
Guðný Hafsteinsdóttir
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Kristín Sigfríður Garðarsdóttir
Sigurlína Osuala
Hannamaija Heiska
Jaana Brick
Merja Ranki
Päivi Takala
Allir velkomnir
Sýningarsalur Norræna hússins er opinn þri. - sun. frá kl. 12:00-17:00.
Sýningin stendur frá 30. ágúst til 21. september.
Sunnudaginn 31. ágúst verða sýnendur með leiðsögn um sýninguna.
15.maí
Aðalfundur félagsins var haldinn á Korpúlfsstöðum laugardaginn 10.maí kl.17-18.45. Að fundinum loknum var árshátíð félagsins haldin. Á fundinn mættu 11 félagar og álíka mæting var á árhátíðina.
Breytingar urðu á stjórninni. Unnur S. Gröndal hætti sem ritari og í stað hennar var kosin Katrín V. Karlsdóttir.
7.maí
Aðalfundur félagsins verður haldinn á Korpúlfsstöðum laugardaginn 10.maí kl.17-18.45. Að fundinum loknum verður árshátíð félagsins haldin. Við hvetjum alla félaga til að mæta á fundinn og gaman væri að sem flestir tækju þátt í árshátíðinni. Þeir sem vilja vera með á árshátíðinni eru beðnir að melda sig hjá stjórninni.
4.apríl
Opið hús verður á Korpúlfsstöðum þann 3.maí. Verkstæði Leirlistafélagsins verður
opið kl.13-17. Segjum nánar
frá þessu síðar.
20.mars 2014
Hönnunarmars
Hönnunarmars nálgast óðfluga. Hægt er að lesa um viðburði leirlistafélagsins og félaga leirlistafélagsins á síðu Hönnununarmars.
20.mars 2014
Góð mæting var á félagsfundinn 13.mars. Ákveðið var að aðalfundur félagsins yrði haldinn laugardaginn 10.maí. Þá verður einnig haldin árshátíð.
8.mars 2014
Félagsfundur 13.mars
Fimmtudagur kl.19.30 í SÍM húsinu við Hafnarstræti.
Kertastjakasýning – Fundur
Þriðjudaginn 19.nóvember verður haldinn
fundur með þeim sem taka þátt í kertastjakasýningunni í Grensáskirkju.
Fundurinn er kl.17.30 í kaffistofunni á Korpúlfsstöðum.